Skráum okkur í skemmtilega viđburđi

  • Fréttir
  • 14. maí 2013

Undanfarin ár hafa litahverfin fjögur á Sjóaranum síkáta séð um að finna fulltrúa sína í fótboltalið, kappróðralið, skreytinganefnd, reiptógslið ásamt því að vera með söngatriði á bryggjuballi. Grindvíkingar eru hvattir til þess að gefa sig fram í þessu lið, aðalatriðið er að hafa gaman af því að skemmta sér saman. Eftirfarandi breyting hefur verið gerð á knattspyrnumóti hverfanna:

  • 16 manna leikmannahópur, að lágmarki 4 konur (16+). Lágmarksaldur leikmanna 16 ár. Lágmarksfjöldi leikmanna 30+ er fjórir.
  • 11 í byrjunarliði, lágmark ein kona inn á hverju sinni. Aldurssamsetning í byrjunarliði skiptir ekki máli. Skylda er að spila í strigaskóm, markvörður í stígvélum.

Knattspyrnumót hverfanna fer fram sunnudaginn 2. júní kl. 17:15 á Grindavíkurvelli. Leiknar verða 2x 6 mínútur og má nota leikmenn sem leikið hafa undanfarin ár. Senda þarf liðsuppstillingu í síðasta lagi 31. maí á sjoarinnsikati@grindavik.is 

Hafið endilega frumkvæði að því að bjóða ykkur í fyrrnefnda viðburði til að létta liðsstjórunum vinnuna.

Skráning og nánari upplýsingar hjá liðsstjórum hverfanna:

Appelsínugula hverfið (bátar) • Liðsstjóri: Jón Berg Reynisson jonbr@centrum.is. Sími 893 6072.
Bláa hverfið (krabbar) • Liðsstjóri: Vilhelm Arason, villiara@simnet.is. Sími 861 5002.
Græna hverfið (skeljar) • Liðsstjóri: Sólveig Ólafsdóttir, sollaola@simnet.is. Sími 698 8115.
Rauða hverfið (fiskar) • Liðsstjóri: Fríða Egilsdóttir freda@grindavik.is. Sími 847 9859.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir