Hópferđir Sćvars taka viđ akstri á milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar

  • Fréttir
  • 2. maí 2013

Hópferðir Sævars hafa tekið við akstri áætlunarferða á milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar í stað Salty Tours. Áætlunin er óbreytt.

Boðið er upp á rútuferð frá Grindavík kl. 06:45 á morgnana þar sem farþegum er ekið að Reykjanesbrautinni þar sem farið er í aðra rútu á vegum Reykjanes Express sem fer til höfuðborgarsvæðisins. Að loknum vinnudegi er boðið upp á ferð úr Reykjavík kl. 17:00 og alla leið til Grindavíkur (skipt um rútu við Grindavíkurveg). Rútan sem fer Grindavíkurveginn er endurgjaldslaus en hægt er að kaupa afsláttarkort á hagstæðu verði fyrir Reykjanes Express rútuna á skrifstofu Grindavíkurbæjar. Þá er hægt að fá skiptimiða í rútunni og gildir hann í 90 mínútur frá Suðurnesjum eða í 45 mínútur eftir komuna til höfuðborgarsvæðisins.
Námsfólk fær enn meiri afslátt. Stakir miðar eru seldir í Reykjanes Express rútunni. 

Nánari upplýsingar um akstur áætlunarferða á milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar eru í síma 421 4444 eða 840 1540.

Sjá nánari upplýsingar á www.grindavik.is/bus


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!