Ţórkatla fćrir rausnarlegar gjafir

  • Fréttir
  • 28. apríl 2013

Á aðalfundi slysavarnadeildarinnar Þórkötlu þann 8. mars síðasliðinn færði Þórkatla björgunarsveitinni Þorbirni ávísun að fjárhæð 600.000 kr. að gjöf. Á myndinni að  ofan eru Steinar, Smári, Birgir, Sigrún og Sólveig þegar afhending fjárhæðarinnar fór fram. En Þórkatla hefur komið víðar við að undanförnu.

 

Stjórnarkonur Þórkötlu hafa frá aðalfundi tekið þátt í Landsátaki Landsbjargar og Öryggismiðstöðvarinnar „Glöggt er gestsaugað" þar sem að allir einstaklingar fæddir 1937 voru heimsóttir, þeim færður reykskynjari að gjöf og öryggismál heimilins yfirfarin. Í Grindavík stóð 10 einstaklingum slík heimsókn til boða. Á myndinni færir Sigrún Einarsdóttir honum Óskari Ágústssyni gjöfina. Á myndinni er einnig Margrét Sigurðardóttir eiginkona Óskars.

Stjórnin heimsótti jafnframt Hermann Guðmundsson og starfsfólk hans í sundlaug Grindavíkur og færði sundlauginni öryggisbretti að gjöf. Á myndinni eru frá vinstri Gunna Stína, Sara, Emma, Ragna, Ólöf, Sigrún,Hermann og Fanný.

Stjórnin er byrjuð að undirbúa sjómannahelgina og eru félagskonur beðnar að taka vel í það þegar óskað verður eftir vinnuframlagi þeirra. Stjórnin verður á Akureyri síðustu helgina í maí á Landsþingi Landsbjargar. Þórkötlur eru jafnframt hvattar til að senda uppskriftir til olofh@internet.is en uppskriftabók Þórkötlu verður gefin út fyrir sjómannahelgi.

Nýjar konur eru alltaf velkomnar í félagið.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir