Víđavangshlaup Grindavíkur 2013

  • Fréttir
  • 24. apríl 2013

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl kl. 11:00, verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur. Hlaupið verður ræst frá sundlauginni. Skráning á staðnum frá kl. 10:30. Hlaupið er sérstaklega ætlað leik- og grunnskólabörnum. 

 

Mömmur, pabbar, afa og ömmur geta tekið þátt og hlaupið/gengið 2.5 km. Í ár verður sérstakur kerruflokkur en þar geta mæður/feður ungbarna í kerrum skráð sig til leiks. Allir sem taka þátt fá þátttökuverðlaun. Drykkir og bananar við endamark. Vetrarkort í Bláa lónið fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Verðlaunapeningar gefnir af Bláa lóninu.

FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA BÆJARBÚA ALLAN DAGINN. (opið kl. 10:00-15:00).


ATH. Stamphólsvegur verður lokaður og er fólk hvatt til að leggja bílum sínum við íþróttahúsið, Nettó, Festi , Kirkjuna, Verslunarmiðstöðina eða Hópsskóla.

Styrktaraðilar:Bláa lónið og Grindavíkurbær.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir