Laut fyllti svarta plastpoka

  • Fréttir
  • 22. apríl 2013

Grindavíkurbær tók þátt í hreinsunarátakinu EINN SVARTUR RUSLAPOKI. Leikskólinn Laut lét ekki sitt eftir liggja en Laut er Grænfánaleikskóli og sem vill leggja sitt af mörkum til að varðveita náttúruna og gera nemendur sína meðvitaða um náttúruvernd. 

Hlíðarbörn brugðust því fljótt við tilmælum þess efnis að taka þátt í Hreinsunarátakinu - Einn ruslapoki. Þau örkuðu niður í Olís og fengu ekki einn heldur þrjá ruslapoka. Síðan var farið um nágrennið og börnin voru ekki lengi að fylla pokana og fóru síðan með þá í ruslagámana á bak við Olís bensínstöðina. Fleiri myndir má sjá hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir