Ţemadagar í Grunnskólanum 22.-24. apríl

  • Fréttir
  • 19. apríl 2013

Nemendur í 4.–10. bekk verða í skólanum frá klukkan 8:00–13:00 en nemendur í 1.–3. bekk verða frá 8–11:45 en þá fara þeir í hádegismat. Skólaselið verður opið þessa daga frá þeim tíma sem nemendur ljúka skólanum. Nemendur taka þátt í óhefðbundnu starfi með kennurum og starfsfólki skólans.

Mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri ef þeir taka þátt í útivist, veiðistöng fyrir veiðihóp, íþróttaföt fyrir íþróttahópa og sundföt ef þeir eru að fara í sund. Þeir sem eru að fara í íþróttahóp á miðstigi þurfa að mæta í þægilegum fötum og hafa með sér sundföt og inniíþróttaföt.

Á unglingastigi geta nemendur valið um eftirtalda hópa: Íþróttir, veiði, útlit, matreiðsla, útivist, útvarp, bíómyndir, tölvur og myndvinnsla.
Boðið verður upp á eftirtalda hópa á miðstigi: Gönguhópur, heilsa og vellíðan, tónlist, heimilisfræði, leiklist, íslenskar kvikmyndir, íþróttir, hjólahópur, leikir og spil, veiðihópur og listasmiðja.
Yngstu nemendur skólans hafa um eftirtalda hópa að velja: Íþróttir, fjaran, útileikir, bakstur, föndur, tilraunir, spil og tölvur, frjáls leikur og kvikmyndir.
Sérstakt blað með útskýringum á vali verður sent heim með nemendum á yngsta stigi á föstudag.

Nemendur velja sér einn til þrjá hópa til að vinna í þessa daga.
Athugið að allir nemendur eiga að mæta á sína starfsstöð kl. 8:00 í skólann á þemadögum.
Á miðvikudegi geta nemendur komið með óhefðbundið nesti ef þeir vilja. Á miðvikudeginum lýkur þemadögum með pylsuveislu við sundlaugina kl. 11:45-13:00. Þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift fá pylsur í boði foreldrafélagsins.

Útvarpað verður alla þemadagana á FM 101,5

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál