Undirbúningur hafinn fyrir Sjóarann síkáta

  • Fréttir
  • 18. apríl 2013

Fyrsti undirbúningsfundur fyrir Sjóarann síkáta 2013 var haldinn í síðustu viku með fulltrúum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Slysavarnadeildinni Þórkötlu, lögreglu og fulltrúum Grindavíkurbæjar. Umsjón og skipulagning hátíðarinnar er í höndum Kristins Reimarsson sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og Þorsteins Gunnarsson upplýsinga- og þróunarfulltrúa.

Sjóarinn síkáti verður haldinn helgina 31. maí til 2. júní næstkomandi og verður hátíðin með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem fjölskylduvæn dagskrá er í öndvegi. Á Bryggjuballinu á föstudagskvöldinu er staðfest að Páll Óskar skemmtir sem og Rokkabillíbandið ásamt söngvurunum Helga Björns og Matta Matt. Haldnir verða fundir með liðsstjórum litahverfanna fjögurra og verslunar- og þjónustuaðilum á næstunni og verður það auglýst síðar.

Leitað verður til fyrirtækja eftir styrkjum til að gera Sjóarann síkáta, bæjarhátíð okkar Grindvíkinga, sem veglegasta. Frestur til að skila inn dagskrárupplýsingum í Járngerði er til 15. maí nk. á sjoarinnsikati@grindavik.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!