Afsöluđu sér bćjarstjórnarlaunum til góđgerđarmála

  • Fréttir
  • 18. apríl 2013

Aukafundur var haldinn í Bæjarstjórn Grindavíkur í gær. Eitt mál var á dagskrá, kjörskrá fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl nk. Bæjarstjórn samþykkti í upphafi fundar að afsala sér launum fyrir fundinn, í ljósi þess að um stuttan aukafund er að ræða, en þess í stað verja fjármununum til góðgerðarmála í Grindavík.

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt var bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir