Grindvíkingar taka ţátt í hreinsunarátakinu Einn svartur ruslapoki - Allir međ á laugardaginn!

  • Fréttir
  • 17. apríl 2013

Grindavíkurbær tekur þátt í umhverfisverkefninu Grænum aprílmánuði en þetta var samþykkt í bæjarráði í gær. Næsti laugardagur, 20. apríl, verður tileinkaður hreinsunarátakinu EINN SVARTUR RUSLAPOKI. Næstu daga eru Grindvíkingar hvattir til þess að koma við í Olís í Grindavík og fá enn ókeypis ruslapoka (einn á hverja fjölskyldu) og fara svo út á laugardaginn og fylla pokann af rusli úr nágrenni sínu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar munu sækja pokana næsta mánudag þar sem þeir verða skildir eftir á gangstéttum.

Hægt er að koma við á Olís á opnunartíma fram á föstudag til að sækja svartan ruslapoka. Þar sem umboðið er lokað um helgar er hægt að koma við heima hjá umboðsmanni Olís í Grindavík Jóni Gauta Dagbjartssyni á laugardaginn, að Staðarhrauni 9, og krækja sér í poka.

Þriðja árið í röð er nú blásið til GRÆNS APRÍLmánaðar, þar sem allir þeir sem eru að selja vöru, þjónustu og þekkingu er hvattir til að koma vöru sinni á framfæri við neytendur, svo þeir geti í framtíðinni valið grænni kostinn. Þótt sumum finnist miða hægt í aukinni vitund um að allt það sem gerum daglega hafi áhrif á umhverfi okkar, þá hafa miklar breytingar átt sér stað á undanförnum árum. Fleiri einstaklingar og fyrirtæki flokka nú sorp sitt, fleiri nota margnota innkaupapoka, úrvalið af bílum sem menga minna hefur aldrei verið meira og verslanir sem selja lífrænt ræktuð matvæli hafa aldrei verið fleiri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíða Græns apríls.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir