Grindvíkingar stórhuga og ţurfa engin lán

  • Fréttir
  • 15. apríl 2013

Fyrirhuguð uppbygging Grindavíkurbæjar á íþróttasvæðinu næstu árin hefur vakið mikla athygli en á Vísi var mikil umfjöllun síðasta föstudag. Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar.

Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss.

 

„Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur.

Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll.

 „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert.  

Umfjöllun Vísis má í heild sinni lesa hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir