Stelpurnar viđ stjórnvölinn

  • Fréttir
  • 14. apríl 2013

Mbl.is birtir stórskemmtilegt viðtal á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Stelpurnar við stjórnvölinn" þrjár ungar konur, fæddar á árunum 1980-1986, fara með völdin í útgerðar- og íþróttabænum Grindavík og þótt þær komi hver úr sinni átt í pólitík gengur samstarfið vel. Þetta eru þær Bryndís Gunnlaugsdóttir, 32 ára, er oddviti Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar. Kristín María Birgisdóttir, 33 ára, er formaður bæjarráðs og oddviti Lista Grindvíkinga og Marta Sigurðardóttir, 26 ára, situr í bæjarráði fyrir Samfylkinguna.

Á kaffihúsinu Bryggjunni er mikið líf á þriðjudagskvöldi og sama má segja um Grindavíkurhöfn sem útsýni er yfir. Hvert skipið á fætur öðru kemur inn til löndunar og peningalyktin liggur í loftinu þegar blaðamaður sest niður með ungu konunum þremur sem skipa bæjarráð Grindavíkur og ákváðu að snúa baki við „gamaldags pólitík" eins og þær kalla hana. Þær útskýra strax að það hafi ekki verið nauðsynlegt að mynda meirihluta þriggja flokka, tveir hefðu dugað til, en samstaðan var breið og grundvöllurinn fyrir samvinnu hefur reynst góður. Ný bæjarstjórn byrjaði á því eftir kosningar að setjast niður með stefnuskrár allra flokka, raða þeim upp í excel skjal og finna út hvaða mál væru sameiginleg.

Fyrsta vel heppnaða samvinnuverkefni kjörtímabilsins sem þegar allir flokkar komu sér saman um að ráða Róbert Ragnarsson sem óháðan bæjarstjóra. „Hann er svolítið móðgaður að vera stundum „einn af stelpunum," segir Bryndís og útskýrir hlæjandi að oft fari hugmyndavinnan fram í tölvupóstum milli allra sem hefjist á orðunum „Sælar stelpur".

Viðtalið má í heild sinni lesa hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!