GRINDAVÍK Í ÚRSLIT!

  • Íţróttafréttir
  • 12. apríl 2013

Grindavík lagði KR að velli 92-88 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta og vann þar með einvígið 3-1. Grindavík mætir annað hvort Stjörnunni eða Snæfelli í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn.

Grindavík byrjaði af krafti en Aaron Broussard fór mikinn í sóknarleiknum. Þá var Samuel Zeglinski einnig drjúgur. Grindavík hafði 3ja stiga forskot eftir fyrsta leiihluta og 8 stiga forskot í hálfleik, 47-39. KR-ingar hresstust í seinni hálfleik og tókst að jafna metin en Broussard kórónaði stórleik sinn með risa þristi undir lokin.

Leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa. Þorleifur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson skiluðu sínu en það er ljóst að breiddin í leikmannahópi Grindavíkur gæti farið langt með að skila liðinu titlinum, líkt og í fyrra, því álagið dreifist vel á lykilmenn.

KR-Grindavík 88-92 (21-24, 18-23, 25-23, 24-22)

Grindavík: Aaron Broussard 32/7 fráköst, Samuel Zeglinski 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Ryan Pettinella 4/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2,


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir