110 kylfingar í páskamóti GG

  • Fréttir
  • 31. mars 2013

Um 110 kylfingar tóku þátt í Páskamóti Golfklúbbs Grindavíkur sem fram fór í dag á Húsatóftavelli á föstudaginn langa. Fjölmargir kylfingar létu kulda ekki á sig fá og léku á fínum Húsatóftavelli sem kemur vel undan vetri.

Í höggleik var það Aron Snær Júlíusson úr GKG sem lék best en hann lék hringinn á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Ágúst Ársælsson úr GK varð annar á 72 höggum. Þeir Tómas Sigurðsson úr GKG og Guðmundur Sveinbjörnsson úr GK urðu jafnir í 3.-4. sæti á 75 höggum.

Í punktakeppninni var það Sigurjón Gunnarsson úr GKG sem sigraði en hann nældi sér í 37 punkta. Helgi Axel Sigurjónsson úr GVS varð annar á 36 punktum. Helstu úrslit má sjá hér að neðan.

Golfklúbbur Grindavíkur vill þakka öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir þátttökuna og vonum að þeir hafi notið golfhringsins.

Efstu kylfingar í höggleik:
1. Aron Snær Júlíusson GKG 71 +1
2. Ágúst Ársælsson GK 72 +2
3. Tómas Sigurðsson GKG 75 +5
4. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 75 +5

Efstu kylfingar í puntkakeppni:
1. Sigurjón Gunnarsson GKG 37
2. Helgi Axel Sigurjónsson GVS 36
3. Ágúst Ársælsson GK 34
4. Jörundur Sveinn Matthíasson GR 34

Nándarverðlaun:
7. braut: Camilla Tvingmark - 1,85m
18. braut: Steinþór Júlíusson, GG - 2,83m 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál