Spurningakeppni unglingastigs

  • Fréttir
  • 23. mars 2013

Síðasta kennsluvika fyrir páska var notuð til að leiða spurningakeppnina á unglingastigi til lykta. Hún hófst í desember í skólanum og var með útsláttafyrirkomulagi. 4 lið kepptu í undanúrslitum, 9.E lenti á móti 10. V og 9. F á móti 10. L. Svo fór að 10. bekkingar komust báðir í úrslit. 10. L var handhafi bikarsins sem keppt er um og því ljóst að þeir fengu tækifæri til að verja titilinn að þessu sinni.
Mikið var lagt í úrslitaviðureignina. Liðin skiptu litum og voru stuðningsmenn 10. V grænir og stuðningsmenn 10. L rauðir. Liðin gengu inn í salinn undir lófataki stuðningsmanna sem settu mikinn svip á salinn. Trommur, lúðrar, tónlist og klapp var notað til að blása keppendum kapp í kinn. Frábær stemning.

Ekki var keppnin síður spennandi. Jafnt var með liðum framan af og þegar var komið að áhættuspurningum munaði 5 stigum á liðunum. 10. V jafnaði með því að svara 5 stiga spurningu en á lokasprettinum dró í sundur með liðunum og svo fór að 10. L náði að sigra og var fögnuðurinn mikill í lokin. Góð keppni milli jafnra liða og spenningur fram í lokin. Verra ef það bæri betra!
Þetta var í 23. skiptið sem keppt er um bikarinn sem Ingibjörg Sveinsdóttir, þáverandi smíðakennari, smíðaði og gaf skólanum. Hún kenndi við skólann í mörg ár og eiga margir nemendur góðar minningar um hana. 10. L verður handhafi bikarsins næsta ár. Þeir fengu einnig fengu geisladisk að launum. Allir keppendur fengu rós frá skólanum. Ægir Viktorsson og Frímann Ólafsson voru spyrlar í keppninni á ár en spurningar sömdu ýmsir kennarar við skólann. Dómarar og tímaverðir voru kennarar sem kenndu í bekkjunum hverju sinni þannig að keppnin er samvinnuverkefni í skólanum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir