Námskeiđ fyrir foreldra

  • Fréttir
  • 21. mars 2013

Foreldrafærninámskeiðið UPPELDI SEM VIRKAR - FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR mun hefjast að nýju í apríl og verður haldið í heilsuleikskólanum Króki. Námskeiðið er ætlað foreldrum ungra barna til að efla almenna uppeldisfærni og kenna aðferðir til að fyrirbyggja erfiðleika og þróa styrkleika.

Námskeið I: Miðvikudagar 10. 17. 24. apríl og fimmtudagurinn 2. maí kl. 17:00 - 19:00 Leiðbeinendur: Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi/fjölskyldumeðferðarfræðingur og Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Króki.

Námskeið II: Miðvikudagar 10. 17. 24. apríl og fimmtudagurinn 2. maí kl. 19:30 - 21:30 Leiðbeinendur: Bylgja Kristín Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Króki og Björg Guðmundsdóttir, leikskólakennari með M.Ed gráðu í sérkennslufræðum, deildarstjóri á Króki.

Skráning á námskeiðin og frekari upplýsingar má nálgast í síma 420 1116 eða með því að senda póst á ragnhildur@grindavik.is

Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang forsjáraðila, kennitala barns og velja þarf námskeiðstíma. Námskeiðið gagnast best ef báðir foreldrar mæta.

Þáttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000 fyrir par. Innifalin eru námskeiðsgögn og Uppeldisbókin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir