Dagskrá Menningarviku laugardaginn 16. mars

  • Fréttir
  • 16. mars 2013

Þá er næst síðasti dagur Menningarvikunnar runninn upp og dagskrá sérlega glæsileg í dag. Til að mynda verður flott barnadagsrká í Kvikunni í dag kl. 14:00 með leikhópnum Lottu og barnatónleikum Hafdísar Huld. Þá verða risatónleikar í Kvikunni þegar Skálmöld treður upp kl. 20:00. Dagskráin í dag:

Laugardagur 16. mars (Safnahelgi á Suðurnesjum)
Minja- og myndasýning Þorbjarnar hf. Í gömlu fiskmóttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna ehf. við Ægisgötu (Garðvegs megin) eru átta gluggar og einn gluggi að Hafnargötu 12, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er. Í þessum gluggum er sýning á gömlum munum og myndum, sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin bæði tengdum fiskveiðum og fiskvinnslu.
Á flettiskjám eru sýndar gamlar myndir frá starfsem fyrirtækisins.

• Lífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkur-bæjar, saltfiskuppskriftarkeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 17.mars.
Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grinda-víkur, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is
1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr.
10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000.
Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum
www.matarsetur.is og www.grindavik.is. Í Menningarviku mun Salthúsið í Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti sjá www.salthusid.is

Kl. 10:00 - 16:00 Handverksfélagið Greip Skólabraut 8.  Opið hús.

Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut. Dúkkan Theodóra, föt og fylgihlutir. Theodóra er  prjónuð dúkka hönnuð af Helene Magnusson, prjónuð af nokkrum hressum kellum úr Grindó. Einnig verða sokkar úr væntanlegri sokkabók Hlýir fætur til sýnis.

Kl. 11:00 - 23:00 Bryggjan: Útgerðar- og sjómannasýning með munum og myndum

Kl. 11:00 - 17:00 - Kvikan. Í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum verður frítt inn á báðar sýningar Kvikunnar, Saltfisksýninguna og Jarðorkusýninguna. Kaffihús opið á sama tíma. Myndband frá leikskólanum Laut þar sem sýnt er frá starfinu í skólanum sýnt af og til alla helgina.

Kl. 11:00 Hópsskóli. Hugmyndasmiðja um gamla bæinn. Hvernig viljum við skipuleggja gamla miðbæinn í Grindavík? Hvar liggur gamli bærinn í Grindavík og hvernig vilja bæjarbúar sjá gamla bæinn? Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í því að móta skipulag gamla miðbæjarins með því að taka þátt í málþinginu. Súpa og brauð.
Athugið! Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að skrá sig á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is

Kl. 13:00 - 16:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars
Guðmundssonar kennara og frístundamálara.

Kl. 13:00 - 16:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á allskonar skrautskóm úr gleri, leir og öðru efni. Safnið er í eigu Sæbjargar Vilmundsdóttur (Dædu).

Kl. 13:00 - 17:00 Myndlistarsýning í Verkalýðshúsinu.
Lóa Sigurðardóttir, Berta Grétarsdóttir, Þóra Loftsdóttir, Anna María Reynisdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín.

Kl. 14:00 Kvikan: Leikhópurinn Lotta skemmtir yngstu kynslóðinni.

Kl. 15:00 Kvikan: Barnatónleikar. Hafdís Huld. Á þessum barna og fjölskyldu tónleikum syngur Hafdís Huld þekktar íslenskar vögguvísur ásamt vel völdum erlendm barnalögum sem þýdd hafa verið yfir á íslensku og spjallar við áhorfendur um sögurnar á bakvið lögin og ljóðin. Með Hafdísi á tónleikunum er gítarleikarinn Alisdair Wright.

Kl. 20:30 Kvikan: SKÁLMÖLD - tónleikar. Skálmöld er risin!
Vinsælasta þungarokkshljómsveit Ísland hin síðari ár. Fyrsta plata Skálmaldar,
„Baldur", kom út síðla árs 2010 og náði strax undraverðum
vinsældum, bæði í rokkgeiranum en líka hjá fólki sem ólík-legra er til að hlusta á þessa tegund tónlistar. Í framhaldi af velgengni á heimaslóðum var platan gefin út á heimsvísu af austurríska útgáfurisanum Napalm Records. Útkoman er
aðgengilegt og tilfinningaþrungið rokk sem lætur engan
ósnortinn.
Tónleikar Skálm-aldar eru kafli út af fyrir sig. Þar nýtur sveitin sín best og hrífur áhorfendur með sér með frumkrafti og spilagleði. Þessi upplifun verður þó alls ekki fullútskýrð með orðum og því er sjón sögu ríkari.
Verð: 3.000 kr. í forsölu sem hefst laugardaginn 9. mars. 4.000 kr. við innganginn.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál