Viltu taka ţátt í nýsköpun og ţróun í Grindavík? Lokadagur umsóknar

  • Fréttir
  • 15. mars 2013

Ýmis uppbygging í hafsækinni starfsemi á sér nú stað í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira. Grindavíkurbær hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjum að sækja um styrk til þess að ráða til sín nemendur til að sinna verkefnum sem lúta að nýsköpun og þróun í starfseminni.

Um er að ræða tvo styrki að upphæð allt að 500 þúsund hver. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði gegn mótframlagi umsækjanda.

Umsóknum, með nafni verkefnis og umsækjanda, skal skilað til skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, fyrir 15. mars, merkt „Nýsköpun og þróun í Grindavík".

Í umsókninni skal koma fram hvaða verkefni um er að ræða, hvert sé markmið verkefnisins og fjárhagsáætlun. Verkefnin skulu unnin í Grindavík og hafa tengingu við starfsemi í bænum. Fylgt verður viðmiðum Vaxtarsamnings Suðurnesja við mat á styrkhæfum kostnaði.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir