Laus stađa í Heilsuleikskólanum Króki

  • Fréttir
  • 14. mars 2013

Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir aðstoðarmatráði í eldhúsi frá 1. apríl. Viðkomandi aðstoðar við öll störf sem tilheyra eldhúsi. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og gengið í störf matráðs.

Heilsuleikskólinn Krókur er fjögra deilda leikskóli með um 100 börn. Í stefnu skólans er lögð áhersla á heilsueflingu, frjálsan leik, umhverfismennt og jákvæð samskipti með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.

Í heilsustefnunni er unnið eftir markmiðum Landlæknisembættisins varðandi næringu samkvæmt Handbók um leikskólaeldhús. Í vetur hefur farið fram ítarlegt endurmat á fæði skólans í samráði við næringarfræðing þar sem markmiðið er að bjóða upp á næringarríkan og rétt samsettan mat sem hentar börnum sem eru að stækka og þroskast.

Í leikskólanum okkar leggjum við ríka áherslu á jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir og því leitum við að samstarfsfólki sem:

  • Er tilbúið að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans.
  • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum.
  • Er tilbúið að taka þátt í öflugri starfsþróun.
  • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.

Karlmenn jafnt sem kvenmenn eru hvattir til að sækja um.
Áhugasamir geta lagt inn umsókn á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/krokur/ undir Leikskólinn - Starfsumsókn.

Upplýsingar gefur Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri,  sími 426-9998.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun