Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning rennur út Í DAG

  • Fréttir
  • 14. mars 2013

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu fyrir Gamla bæinn í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í umræðum til að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Hugmyndasmiðjan verður haldin í Hópsskóla laugardaginn 16. mars nk. frá kl. 11-13, boðið verður til opinnar umræðu um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn á www.grindavik.is/gamlibaerinn í síðasta lagi á morgun 14. mars

Hugmyndasmiðjan býður upp á að allir geti á auðveldan og skemmtilegan hátt tekið þátt og komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Meðal spurninga eru: Hvar liggur gamli bærinn í Grindavík og hvernig vilja bæjarbúar sjá gamla bæinn?

Umsjón með fundinum verður í höndum EFLU verkfræðistofu.

Bæjarstjórn hvetur íbúa Grindavíkur að mæta og taka þannig þátt í mótun og varðveislu gamla bæjarins.
Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.

Skráning á Hugmyndasmiðjuna hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!