Alltaf gaman ađ vinna KR

  • Íţróttafréttir
  • 28. febrúar 2013

Grindavík hélt áfram toppsætinu í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á KR, 100-87. Leikurinn var ákaflega sveiflukenndur en góður endasprettur Grindvíkinga gerði útslagið að þessu sinni sem og stórleikur Samuel Zeglinski.

Grindavík byrjaði með miklum látum og var með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 24-9. Grindavík náði mest 21 stigs forystu en þá var eins og slökkt hefði verið á heimamönnum og KR-ingar gengu á lagið.
KR komst yfir í byrjun fjórða leikhluta, 72-71, en þá var líka dagskránni lokið hjá þeim. Zeglinski setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og Grindavík tók leikinn í sínar hendur. Heimamenn léku ágætlega en létu dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Ólafur Ólafsson er óðum að komast á skrið á ný en liðið lék án Jóhanns Árna Ólafssonar sem var í leikbanni.

Grindavík-KR 100-87 (24-9, 24-30, 22-27, 30-21)

Grindavík: Samuel Zeglinski 30/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Þorleifur Ólafsson 9/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 4.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir