Brotist inn í Hópiđ

  • Fréttir
  • 27. febrúar 2013

Hún var heldur dapurleg aðkoman hjá unga knattspyrnufólkinu sem mætti á æfingu í Hópinu upp úr klukkan sex í morgun. Brotist hafði verið inn í fjölnota íþróttahúsið Hópið við Austurveg seint í gærkvöldi eða nótt. Talsverðar skemmdir voru unnar. Slökkvitæki í húsinu voru tæmd og meðal annars sprautað inn í tækjarými hússins sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Einnig var sprautað úr slökkvitækjunum yfir grasið, mörkum velt um koll, boltum og ýmsu öðru dóti hent um allt hús og þá var einhverju stolið. Lögregla var kölluð á vettvang og vinnur hún að rannsókn málsins og hefur hún ákveðnar vísbendingar í höndunum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir við Hópið í gærkvöldi eða nótt eru vinsamlegast beðnir að láta lögreglu vita eða hafa samband í Gula húsið í síma 426 8605.

Efsta mynd: Úr tækjarými Hópsins sem sem sprautað var úr slökkvitækjum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir