3. bekkur í útikennslu

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2013

Á þessu skólaári er fyrirkomulag smiðju þannig í Hópsskóla að 3. bekkur er í útikennslu í textíl, myndmennt og tæknimennt ásamt heimilisfræði. Hvert tímabil er sjö vikur og eru kennsustundir tvisvar í viku. Í útikennslu er lögð áhersla á að fræða nemendur í umhverfinu og fá þau til að ræða og skoða Grindavík og nærumhverfi barnanna. Við leiðum hugann að því hvað einkenni bæinn okkar og nánsta umhverfi hans, förum í heimsóknir og kíkjum á bryggjuna og fleiri staði. Einnig er farið í útikennsluverkefni nálægt skólanum þar sem unnið er með verkefni er tengjast stærðfræði og íslensku.
Vinsælast er þó að fara út í hraunið og þar gerast ævintýrin hjá nemendum. Í vikunni var farið í Kúadalinn. Í hrauninu þar deildi einn nemendi hópsins ævintýraveröld sinni og systur hans með okkur. Þarna töldu þau sig finna hella og ýmsar furðuverur. Álfarennibraut og álfakirkju og þarna var álfagolfvöllur.

Í umhverfi eins og þessu fer hugmyndaflug nemenda á flug og allir hlutir verða svo merkilegir og nýtanlegir. Þessi grindvísku börn vorkenna börnum sem fá sjaldan tækifæri til að kynnast svona ævintýraheimi.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir