Danskur gestakennari í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2013

Við í Grunnskólanum vorum svo heppin að verða fyrir valinu í ár að fá til okkar danskan gestakennara, Stine Falk Nielsen. Stine var á Snæfellsnesi fyrir áramót og verður hjá okkur í Gunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla til skiptis til vors.

Stine lauk fyrra tímabilinu sínu hjá okkur í síðustu viku og kemur svo aftur með vorinu. Það er ótrúlega mikill fengur fyrir bæði nemendur og kennara að fá danskan kennara til að koma með nýjar hugmyndir og ýta undir munnlega færni í dönsku. Nemendur tóku Stine og fjölbreyttum verkefnum hennar vel og henni leist vel á hópinn og fannst nemendur móttækilegir fyrir aukinni munnlegri þjálfun.

Móttökukennararnir Valdís Kristinsdóttir og Kristín Mogensen fóru í ferðalag um Reykjanes með Stine og tóku nokkrar myndir í leiðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir