Mótmćlir vinnubrögđum atvinnuveganefndar Alţingis

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2013

Minnisblað frá atvinnuveganefnd alþingis vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (570. mál) var lagt fram fyrir bæjarráð. Í minnisblaðinu kemur fram upptalning á þeim þáttum frumvarpsins sem fela í sér breytingar frá ákvæðum frumvarps sem var lagt fram á síðasta þingi.

Í tölvupósti sem fylgdi minnisblaðinu er fyrir hönd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, 1. varaformanns atvinnuveganefndar vakin athygli á því að samkvæmt starfsáætlun Alþingis sé gert ráð fyrir að 141. löggjafarþingi ljúki 15. mars nk. Í ljósi þess muni atvinnuveganefnd gefast skammur tími til þess að fjalla um málið og er Grindavíkurbær því beðinn um að vera viðbúinn að taka við umsagnarbeiðni með mjög skömmum fyrirvara.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar mótmælir þessum vinnubrögðum og krefst þess að alþingi gefi sér góðan tíma til umfjöllunar um þetta stóra mál og veiti eðlilegan umsagnarfrest.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir