Kvartađ yfir lausagöngu hunda

  • Fréttir
  • 30. janúar 2013

Borist hafa kvartanir vegna lausaganga hunda í Grindavíkurbæ og hefur þeim verið komið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Í samþykktum kemur skýrt fram fram að að lausaganga hunda sé bönnuð (sbr. 2. gr. C-lið) en misbrestur virðist vera á því. Í reglugerðinni segir m.a.:

,,Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki,
matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar stofnanir. Þarfahundar á lögbýlum ( smalahundar ) mega ekki ganga lausir
utan girðingar nema þegar þeir eru notaðir við smölun.

d. Hundahald í sambýlishúsum er háð því að eigendur/umráðamenn íbúða eða stjórn húsfélaga samþykki slíkt og ber umsækjanda að leggja fram skriflegt samþykki þeirra með umsókn sinni til hundahalds.

e. Hundaeigendum ber að hlýta að öðru leyti lögum og reglum er hundahald varða, þar á meðal reglum um árlega hreinsun (bandormahreinsun) svo og fyrirmælum sem heilbrigðisnefnd kann að setja.

f. Hundar mega ekki valda ónæði með spangóli eða gelti.

g. Þegar hundur er í festi á húslóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

h. Hundaeigendum ber að viðhafa fullkomið hreinlæti í meðferð hunda sinna og m.a. fjærlægja hundaskít."

Reglugerðina má lesa hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál