Atvinna - Starfsmenn í ţjónustumiđstöđ

  • Fréttir
  • 29. janúar 2013

Grindavíkurbær óskar eftir tveimur starfsmönnum í þjónustumiðstöð. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingum, konum sem körlum, sem hafa áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstörf er að ræða:

1. UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNA GRINDAVÍKURBÆJAR:

Verksvið og ábyrgð
• Umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar.
• Áætlunargerð og skipulagning.
• Stýrir verkum iðnaðarmanna, verkamanna og verktaka við viðhald fasteigna.
• Ýmis viðhaldsvinna innan stofnana bæjarins.
• Dagleg innkaup tengd viðhaldsvinnu.
• Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar.
• Öll tilfallandi störf í Þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur o.fl.
Hæfniskröfur
• Sveinspróf, helst í húsasmíði, eða a.m.k. 5 ára starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum sem nýst getur í starfi.
• Góð almenn tölvukunnátta. 
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Bílpróf og vinnuvélaréttindi.
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
• Lipurð í mannlegum samskipum.

2. UMSJÓNARMAÐUR GRÆNNA- OG OPINNA SVÆÐA

Verksvið og ábyrgð
• Umsjónarmaður grænna- og opinna svæða. 
• Yfirmaður Vinnuskóla.
• Áætlunargerð og skipulagning.
• Viðhald með götugögnum.
• Umsjón með efnislosun og sorphirðu í bæjarlandinu auk ýmissar þjónustu við bæjarbúa vegna þessara verkefna.
• Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar.
• Öll tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur o.fl.

Hæfniskröfur
• Starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum. 
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð almenn tölvukunnátta. 
• Bílpróf og vinnuvélaréttindi.
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
• Lipurð í mannlegum samskipum.

Launakjör beggja starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Umsóknareyðublöð fyrir störfin skal nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar: http://www.grindavik.is/gogn/2011/umsoknstarfnytt.pdf
Senda skal umsóknir til Sigmars B. Árnasonar byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is, eða skila í afgreiðslu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, eða senda á póstfangið:
Grindavíkurbær
„Starfsmenn í þjónustumiðstöð"
Víkurbraut 62 
240 Grindavík

Umsóknarfrestur fyrir bæði störfin er til og með 4. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir byggingafulltrúi í síma 420 1109.

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir