80's ţema á árshátíđ Grindavíkurbćjar 2. mars

  • Fréttir
  • 28. janúar 2013

Árshátíð Grindavíkurbæjar verður haldin laugardaginn 2. mars næstkomandi í LAVA sal Bláa lónsins. Hún tókst frábærlega vel í fyrra en þá var þemað tónlist úr Eurovision þar sem keppt var á milli stofnana undir nafninu Grindovision. Að þessu sinni verður þemað í Grindovision hið eina og sanna 80's og verður því áfram söngkeppni á milli stofnana bæjarins.

Sendur hefur verið út tölvupóstur á alla starfsmenn Grindavíkurbæjar með nánari upplýsingum. Skráningarfrestur starfsmanna á árshátíðina er til 15. febrúar eru að sjálfsögðu allir hvattir til þess að mæta. Þátttökutilkynningar skulu sendar á formann árshátíðarnefndarinnar á netfangið gudbjorg@grindavik.is

Mynd: Leikskólinn Laut vann Grindovision 2012. Hvað gerist í ár?


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál