Bóndadagur í Grunnskólanum

  • Fréttir
  • 27. janúar 2013

Samkvæmt hefð er brugðið út frá venjubundinni kennslu á fyrsta degi þorra, bóndadeginum. Þá taka stúlkur sig til og gera vel við drengina í skólanum. Alls kyns góðgæti eru hrist fram úr erminni, borð færð saman og nemendur eiga góða stund saman. Stelpurnar þjóna til borðs og færa drengjunum kökur, heita rétti, snakk og drykk með. Allt til gamans gert og til að halda upp á daginn.
Margir mundu segja að bjóða ætti upp á þorramat en tímarnir breytast og mennirnir með. Margir viðurkenna hins vegar að smakka á ýmsu en helst sleppa súrmetinu. Vonandi að komandi kynslóðir haldi upp á þann gamla góða sið.

Drengirnir munu væntanlega gjalda líku líkt þegar góan gengur í garð en þá eiga þeir að sjá um veitingar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!