Slökun og vellíđan í Fjölsmiđju

  • Fréttir
  • 27. janúar 2013

Vellíðan, nudd og slökun var viðfangsefni í Fjölsmiðjunni nú á dögunum. En þá kom í heimsókn til okkar nuddarinn Eyrún Helgadóttir. Eyrún fór yfir grunnatriði í nuddi, talaði um réttar líkamsstöður og mikilvægi þess að bera sig vel. Hún leyfði nemendum að prófa að nudda hendur sínar með sérstakri blöndu af olíu, jurtum og salti. Mæltist það vel fyrir og voru allir slakir og silkimjúkir eftir þennan nudd-tíma!
Eins og komið hefur fram er lagt upp úr því í fjölsmiðjunni að skapa notalegt andrúmsloft þar sem alls kyns viðfangsefni eiga heima. Foreldrar, ömmur, afar og aðrir velunnarar eru ávallt velkomnir. Úti í samfélaginu okkar býr mannauður sem við viljum svo gjarnan njóta hér í skólanum okkar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun