Vilhjálmur býđur á kosningaskrifstofuna

  • Fréttir
  • 25. janúar 2013

Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: ,,Um leið og ég óska eftir stuðningi ykkar í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á morgun, laugardaginn 26. janúar vil ég bjóða ykkur að líta við á kosningaskrifstofunni að Hópsheiði 2 (Hesthúsahverfinu). Kosningaskrifstofan verður opin fram á kvöld í dag og á morgun. Í kvöld, föstudag, verður boðið uppá kosningaupphitun og léttar veitingar. Á morgun verður heitt á könnunni og auðvitað kosningavaka frá 21:00 til 01:00.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 426 9400. Í sama númeri er hægt að óska eftir akstri á kjörstað.

Kosið verður í Verkalýðshúsinu frá klukkan 10:00 til 18:00. 
Upplýsingar um aðra kjörstaði er hægt að nálgast hér: 
http://www.xd.is/i-brennidepli/vidburdir/nr/1994

Prófkjörið er opið öllum þeim sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á kjörskrá.
Þá geta allir þeir sem náð hafa 15 ára aldri og eru skráðir í flokkinn fyrir kjördag tekið þátt.

Hlakka til að sjá sem flesta.
Vilhjálmur Árnason frambjóðandi úr Grindavík."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir