Höfđingleg gjöf til Tónlistarskólans

  • Fréttir
  • 25. janúar 2013

Tónlistarskólanum barst höfðingleg gjöf í tilefni 40 ára afmælis skólans á síðasta ári. Einar Bjarnason mætti í Tónlistarskólann fyrir hönd Víðihlíðarkvartettsins svonefnda og EB Þjónustu og færði skólanum rausnarlega peningagjöf. 

Fyrirtæki Einars, EB þjónusta gaf skólanum 60.000 krónur og Víðihlíðarkvartettinn svonefndi, þeir Agnar Steinarsson, Einar Bjarnason, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Kristinn Jóhannsson, gáfu skólanum 140.000 krónur til hljóðfærakaupa. Þetta eru því samtals 200.000 krónur og er óhætt að segja að þetta nýtist skólanum einstaklega vel og verður þessum peningum vel varið.

Tónlistarskólinn þakkar þeim Einari, Agnari, Gunnlaugi og Kristni innilega fyrir auðsýndan hlýhug og höfðingsskap.

 

.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir