Prófkjör Sjálfstćđisflokksins í Suđurkjördćmi

  • Fréttir
  • 24. janúar 2013

Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verður haldið laugardaginn 26. janúar n.k. frá kl. 10:00 -18:00 í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46.  Hægt er að kjósa utankjörfundar fram að kjördegi að Víkurbraut 27, milli kl. 17:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi, símar: 899 8004 (Kristín), 821 1399 (Katrín) eða 864 4331 (Jón Emil).

Kjósendur þurfa að vera viðbúnir því að sýna persónuskilríki.

Sjálfstæðisfélag Grindavíkur hvetur alla til þess að taka þátt í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á hverjir verða í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Alþingi.

Allir 15 ára og eldri sem skráðir eru í flokkinn fyrir kjördag mega kjósa en þeir sem skrá sig í flokkinn á kjördag verða að vera orðnir 18 ára þann 27. apríl nk. þegar alþingiskosningar fara fram.

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun