Gosnóttin í augum Eyjapeyja

  • Fréttir
  • 23. janúar 2013

Í tilefni þess að 40 ár eru liðinn frá því að eldgos varð í Heimaey fengu nemendur í 3. P og 1. M heimsókn. Þar var mættur Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar en hann er Eyjapeyji sem var sex ára þegar gosið hófst. Hann kom með myndir og sýndi nemendum myndir af gosinu og hvaða áhrif það hafði í eynni. Hann deildi því með nemendum að þarna um nóttina þegar pabbi hans vakti hann og sagði að hann yrði að vakna því fjölskyldan þyrfti að fara frá Eyjum vegna þess að gos væri hafið. Þurfti hann að skilja Grámann, köttinn sinn, eftir. Það fannst honum erfitt. Nemendur voru mjög forvitnir að vita um örlög Grámanns og kom í ljós að Þorsteinn sá Grámann aldrei aftur.

Síðastliðið skólár var lesin sagan um Eddu sem lenti í eldgosinu og þar voru lýsingar á því hvernig ástandið var þegar fólkið fór að týnast niður á höfn um nóttina og þurfti að flýja í bátana. Þorsteinn staðfesti einnig að svona var líka hans upplifun um nóttina. Á bryggjunni var ys og þys en samt voru allir svo rólegir. Nemendur hlustuðu á frásögnina og voru áhugasamir eins sést hér á myndunum. Víst er að það að þurfa flýja heimili sitt að nóttu til og þurfa ferðast marga klukkutíma til meginlandsins hefur verið erfitt fyrir alla íbúa eyjarinar og það voru nemendur meðvitaðir um.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!