Grindavík áfram eftir magnađan leik

  • Fréttir
  • 21. mars 2007

Grindvískir áhorfendur voru söngelskir í stúkunni í Borgarnesi í kvöld ţegar ţeir gulu tryggđu sér sćti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavík mćtir grönnum sínum úr Njarđvík í undanúrslitum sem hefjast á laugardag. Grindvíkingar lögđu Skallagrím ađ velli í Borgarnesi 81-97 í mögnuđum oddaleik. Ţetta var annar sigur Grindvíkinga í röđ á ţessum erfiđa útivelli en ljóst er ađ Friđrik Ragnarsson og liđsmenn hans hafa fundiđ fjölina og eru til alls líklegir eftir sveiflukennt gengi í deildarkeppninni. Ţeir Jonathan Griffin og Adam Darboe fóru á kostum í liđi Grindavíkur í kvöld og gerđu samtals 50 stig fyrir Grindavík. Griffin međ 28 og Darboe međ 22.

 
Skallagrímur komst einu sinni yfir í leiknum í kvöld og ţađ var međ fyrstu körfu leiksins sem kom frá Darrell Flake. Eftir ţá körfu var fyrri hálfleikurinn algjörlega í eigu Grindavíkur. Eftir rúman fjögurra mínútna leik var stađan skyndilega orđin 4-14 Grindavík í vil ţar sem Páll Axel Vilbergsson gerđi tvćr ţriggja stiga körfur í röđ og gestirnir ađ leika hreint frábćrlega. Leikhlutanum lauk svo í stöđunni 13-29 fyrir Grindavík og fólk trúđi vart sínum eigin augum.
 
Heimamenn í Skallagrím náđu ţó fínum köflum í 2. leikhluta en á köflum sáust tölur eins og 18-41 og 29-47 en ţegar líđa tók á 2. leikhluta vaknađi Darrell Flake til lífsins og fór ađ láta vel til sína taka undir körfunni. Páll Kristinsson hafđi á honum góđar gćtur til ađ byrja međ en eftir ţví sem á leiđ óx Flake ásmegin. Dimitar Karadzovski setti niđur góđa ţriggja stiga körfu ţegar skammt var til hálfleiks og minnkađi muninní 36-50 og Darrell Flake bćtti tveimur stigum viđ í nćstu sókn og ţví gengu liđin til hálfleiks í stöđunni 38-50 Grindavík í vil.
 
Grindvíkingar voru ađ leika hreint út sagt frábćrlega í fyrri hálfleik og ţađ virtist sem öll ţeirra skot fćru í netiđ sama hversu erfiđ ţau voru. Veikan punkt var ekki ađ finna á Grindavík í fyrri hálfleik og komu leikmenn eins og Björn Brynjólfsson og Davíđ Páll Hermannsson sterkir inn af bekknum.
 
Borgnesingar hófu síđari hálfleikinn af krafti og minnkuđu muninn strax í 43-52 međ ţriggja stiga körfu frá Pétri Má Sigurđssyni. Dimitar Karadzovski fékk sína fjórđu villu snemma í leikhlutanum og var mjög ósáttur viđ dómara leiksins fyrir vikiđ en Dimitar hélt beina leiđ á bekkinn til ađ fá ekki ótímabćra fimmtu villu. Mótlćtiđ efldi heimamenn sem hófu ađ saxa verulega á forskot Grindavíkur og enn önnur ţriggja stiga karfa frá Pétri minnkađi muninn í 50-55. Á međan heimamenn söxuđu jafnt og ţétt á forskot Grindavíkur leituđu ţeir gulu ávallt til Jonathan Griffin eftir stigum en hann var ekki jafn sprćkur í ţriđja leikhluta og hann var í fyrri hálfleik. Skallagrímur náđi mest ađ minnka muninn í eitt stig, 56-57 en lengra komust ţeir ekki í kvöld. Ţriđja leikhluta lauk í stöđunni 62-68 eftir ađ Jonathan Griffin hafđi sett niđur ţýđingarmikla flautukörfu fyrir utan ţriggja stiga línuna í lok leikhlutans.
 
Í fjórđa leikhluta komust Skallagrímsmenn oft ansi nćrri Grindvíkingum en ţegar ţeir voru farnir ađ anda ofan í hálsmáliđ á gestum sínum tóku ţeir gulu á rás og náđu ávallt ađ auka muninn. Gríđarleg orka fór í ţađ hjá Skallagrím ađ reyna jafna metin en Grindavík hélt fengnum hlut og hafđi ađ lokum frćkinn 81-97 sigur á Borgnesinum og eru ţar međ komnir í undanúrslit.
 
Um 100 manns fylgdu Grindvíkingum í Borgarnes í kvöld og studdu rćkilega viđ bakiđ á sínum mönnum. Borgnesingar eru komnir í sumarfrí en öll umgjörđ leiksins í kvöld sem og mćtingin var frábćr og hreint út sagt magnađur leikur í alla stađi.
 
Stigahćstur í liđi Skallagríms var Darrell Flake međ 31 stig en eins og áđur greinir var Jonathan Griffin međ 28 stig í liđi Grindavíkur. Njarđvík og Grindavík mćtast í undanúrslitum og verđur fyrsti leikur liđanna á laugardag.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!