77 á atvinnuleysisskrá

  • Fréttir
  • 16. janúar 2013

Skráð atvinnuleysi í desember 2012 í Grindavík var 5,2% sem er um hálfu prósenti lægra en landsmeðaltalið og rúmum fjórum prósentum lægra en á Suðurnesjum. Í Grindavík voru 24 karlar og 53 konur á atvinnuleysisskrá í desember eða samtals 77 einstaklingar en talsvert fækkaði á atvinnuleysisskrá á síðasta ári miðað við árið á undan.

Forsendur útreikninga eru þær að miðað er við að 1485 einstaklingar séu á vinnumarkaði í Grindavík á aldrinum 16-99 ára og að 77,5% þeirra séu þátttakendur í atvinnulífinu.

Hér má sjá yfirlit yfir atvinnuleysi í Grindavík undanfarin tvö ár:

Árið 2011
Feb 109
Mars 115
Apríl 112
Maí 100
Júní 107
Júlí 105
Ágúst 106
Sept 89
Okt 98
Nóv 103
Des 106

Árið 2012
Jan 86
Feb 97
Mars 98
Apríl 87
Maí 80
Júní 73
Júlí 69
Ágúst 66
Sept 66
Okt 71
Nóv 71
Des 77

Skráð atvinnuleysi í desember 2012 á landsvísu  var 5,7%, en að meðaltali voru 8.958 atvinnulausir í desember og fjölgaði atvinnulausum um 396 að meðaltali frá nóvember eða um 0,3 prósentustig.

Frekari upplýsingar um atvinnuleysi á landinu í desember hér í yfirliti Vinnumálastofnunar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!