Stórmót Pílufélags Grindavíkur í nýrri ađstöđu félagsins

  • Fréttir
  • 15. janúar 2013

Pílufélag Grindavíkur heldur sitt árlega stórmót laugardaginn 19. janúar kl. 12:00. Mótið fer fram í nýrri aðstöðu félagsins að Hafnargötu 27 (þar sem Orkubúið var) þannig að þetta verður um leið vígslumót. 

 

Keppt verður í sameiginlegum flokki karla og kvenna. Fyrirkomulag í riðlakeppninni virkar þannig að þeir sem lenda í efri hluta síns riðils fara í A úrslit. Þeir sem lenda í neðri hluta í sínum riðlum mætast í B úrslitum.

Úrslit ráðast síðan með beinum úrslætti bæði í A og B úrslitum. Um er að ræða tvö mót í einu stóru móti. Á staðnum eru 16 píluspjöld þannig að mótið ætti að geta gengið greiðlega fyrir sig. Bikar verður veittur fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki ásamt verðlaunum fyrir hæsta útskot og fæstar pílur.

Veitingar verða í boði á staðnum á vægu verði. Húsið opnar kl. 10:00 og skráningu líkur kl. 11:30 og mótið hefst kl. 12:00 og áætluð mótslok verða á milli 18:00 og 19:00. Þátttökugjald er kr. 2.500.

Gústi Bjarna (Justa) tekur við skráningum í síma 897 6354.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir