Stjörnuhópur Króks heimsótti bćjarskrifstofurnar

  • Fréttir
  • 15. janúar 2013

Stjörnuhópur, elstu nemendurnir á heilsuleikskólanum Króki, heimsóttu bæjarskrifstofurnar í morgun. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti þeim og kynnti starfsemi bæjarins, fór með þau í skoðunarferð, bauð upp á pítuveislu og leysti þau svo út með gjöfum. Krakkarnir á Króki nýttu tækifærið og afhentu bæjarstjóranum í bréf. Í því stóð: 

„Herra bæjarstjóri!

Við krakkarnir á Króki voru í ævintýraferð í dag. Þegar við vorum að fara yfir götuna hjá leikskólanum þá sáum við ekki alveg gangbrautina af því að það var snjór yfir henni. Þá tókum við eftir því að það vantar skilti (gangbrautarskilti). Viltu setja skilti hjá okkur svo við sjáum gangbrautina? Af því að við förum svo oft í vettvangsferðir."

Róbert bæjarstjóri þakkaði þeim kærlega fyrir góða ábendingu og ætlar hann að sjá til þess að gangbrautarskiltið verði sett á sinn stað.


































Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir