Vinabćir

  • Grindavíkurbćr
  • 27. febrúar 2023

Jonzac í Frakklandi
Jonzac á vesturströnd Frakklands hefur verið vinabær Grindavíkur frá árinu 1998. Íbúar þar eru um um 4500. Bærinn er þekktur ferðamannastaður, þar er glæsilegur og forn byggingastíll sem margir laðast að. Þar er landsþekkt heilsumiðstöð með öllum nútímaþægindum og einnig frægustu sundlaug Frakklands. Stutt er í frægar strandir, öfluga golfvelli og ýmis konar afþreyting. Næsti flugvöllur Jonzac er í Bordeaux. Í Jonzac eru dótturfyrirtæki SÍF; Nord-Morue og kæligeymslur þeirra fyrir útflutning Íslendinga á saltfiski staðsettar. Þaðan er saltfiski dreift niður til Spánar, Ítalíu og Grikklands.

Heimasíða: www.villedejonzac.fr

Penistone í Bretlandi
Penistone hefur verið vinabær Grindavíkur frá árinu 1986. Íbúar þar eru um 10.000. Bærinn liggur skammt frá Barnsley og á rætur að rekja til ársins 1069. Bærinn var lengstum miðstöð fyrir járnbrautir. Þarna eru öflugir markaðir sem eru mjög vinsælir sem haldnir eru annan laugardag í hverjum mánuði.

Heimasíða: www.penistonetowncouncil.gov.uk  

Piteå í Svíþjóð
Piteå er í norð-austur Svíþjóð og hefur verið vinabær Grindavíkur frá árinu 1978. Þar búa 41.000 manns. Piteå er þekktur sem ferðamannastaður. Þar eru baðstrendur og haldnir tónleikar, skemmtanir og ráðstefnur sem njóta mikilla vinsælda, bæði yfir sumar- og vetrartímann. Þarna er vinsælt að fara á skíði og skauta yfir vetrartímann og sleikja sólina yfir sumartímann. Þarna er einnig öflugt tónlistarlíf.

Heimasíða: www.pitea.se

Rovaniemi í Finnlandi
Rovaniemi er norðarlega í Finnlandi og hefur verið vinabær Grindavíkur frá árinu 1982. Bærinn er í Lapplandi og þar búa um 59.000 manns. Rovaniemi fór illa í seinni heimstyrjöldinni og þurfti að endurbyggja bæinn frá grunni. Ferðamannaiðnaður er mikilvægur fyrir bæinn sem er einn þekktasti skíðabær í heimi. Þar er snjór á jörðu 183 daga á ári og miklar sveiflur í hita. Kuldametið er -47.5 stig en hitametið er 30,6 gráður. Iðnaður og ýmis konar iðnfyrirtæki eru áberandi í Rovaniemi.

Heimasíða: www.rovaniemi.fi

Ílhavo í Portúgal
Ílhavo er er norð-vestarlega í Portúgal og hefur verið vinabær frá 25. ágúst 2005. Þar búa um 37.000 manns. Upphaf samskipta Grindavíkurbæjar og Ílhavo má rekja til heimsóknar bæjarstjóra Ílhavo, Jose A. Ribau og íslenska konsúlsins í Portúgal ásamt gestum í Saltfisksetrið. Í kjölfar þeirrar heimsóknar leitaði bæjarstjóri Ílhavo eftir vinarbæjartenslum við Grindavíkurbæ. Íbúafjöldi Ílhavo er u.þ.b. 40 þúsund manns. Ílhavo samanstendur af þremur byggðakjörnum, árósasvæði, miðsvæði og 4 km. strandsvæði sem að mestu eru baðstrendur. Mikil uppbygging hefur átt sér í Ílhavo undanfarin fimm ár og myndarlega staðið að málum. Nýbúið er að byggja þar mikið menningarsetur og einnig stórt og myndarlegt sjávarútvegssafn. Í Ílhavo er eitt sterkasta körfuknattleikslið í Portúgal og einnig eru nokkur knattspyrnulið í ýmsum deildum og hefð er fyrir siglingaíþróttum. Í Ílhavo eru höfuðstöðvar saltfiskinnflytjenda í Portúgal. Þar eru samtök framleiðenda ásamt öllum stærstu fyrirtækjum landsins í dreifingu og pökkun á saltfiski. Stakkavík h/f nýtur virðingar í Ílhavo, fyrirtækið er þekkt fyrir hágæða framleiðslu og notað sem viðmið um gæði saltfisks á svæðinu.

Heimasíða: http://www.cm-ilhavo.pt/  

Uniejów í Pólandi

Heimasíða: www.uniejow.pl 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR