Litlu jólin og jólaball

  • Fréttir
  • 20. desember 2012

Hámark desembermánaðar eru litlu jólin og jólaball fyrir eldri nemendur skólans. Þá mæta prúðbúnir nemendur í sínu fínasta til að halda litlu jólin í skólanum. Hefð er fyrir því að dansa í kringum jólatréð og hefur sá siður haldist, eldri sem yngri haldast í hendur og syngja og dansa. Að því loknu er haldið í stofurnar þar sem nemendur gæða sér á drykk og smákökum. Að þessu sinni var ákveðið að unglingastigið kæmi með pakka til að gefa hvert öðru, jólaguðspjallið lesið, jólasaga og jólakortum dreift. Allir hleypa jólaandanum að sér og njóta samverunnar.

Í Hópsskóla koma góðir gestir í heimsókn og að þessu sinni voru það þeir sveinar Stekkjastaur og Skyrgámur sem heimsóttu nemendur. Með gassagangi og söng heilsuðu þeir upp á þá og gáfu þeim gjafir. Að vanda vöktu þeir mikla hrifningu þó sumir nemendur hræddust þá eilítið. Allt fór þó vel og sveinarnir vöktu lukku.

Foreldrar í 10. bekk taka sig saman í tilefni dagsins og bjóða nemendum upp á súpu og meðlæti. Þeir fara einnig í pakkaleik og er þá mikill handagangur í öskjunni því hægt er að vinna pakka af félaganum og tapa honum síðan til baka. Eitthvað sem enginn vill missa af.
Að lokum voru jólin dönsuð inn á sal skólans áður en haldið var í jólafríið og það voru þreyttir en glaðir nemendur sem héldu til síns heima að því loknum. Grunnskóli Grindavíkur kominn í jólafrí.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir