Leggjum mikla áherslu á grindvískan uppruna fyrirtćkisins

  • Fréttir
  • 17. desember 2012

Hjónin Helga María Garðarsdóttir og Ingvar Vilhjálmsson keyptu fyrirtækið Ice-West í Grindavík sem sýður niður þorsklifur, um síðustu áramót. Þau hafa síðan gert miklar endurbætur á húsnæðinu og skotið fleiri stoðum undir reksturinn með sókn á nýja markaði og leita leiða til niðursuðu á nýjum afurðum.

Ingvar er í viðtali við nýjasta Útvegsblaðið. Þar kemur fram að áður fyrr var vinnslan einskorðuð við niðursuðu á þorsklifur, í 120 gramma dósir og lifrin aðallega seld til Frakklands, Þýskalands og Danmerkur. Í byrjun þessa árs fóru þau að framleiða nýja dós sem er hringlaga og helmingi stærri en hin hefðbundna „club" dós. Þær eru aðallega seldar til Austur-Evrópu og Bandaríkjanna. Ice-West framleiðir nú fjórar til fimm milljónir dósa til að reyna að mæta hinni gífurlegu eftirspurn eftir góðri þorsklifur.

„Við höfum lagt mikla áherslu á grindvískan uppruna fyrirtækisins og að fyrirtækið sé í Grindavík. Við kappkostum að ráða til vinnu fólk af svæðinu og leita fyrst til þeirra sem hér eru með hráefni. Við eigum mjög gott samstarf við útgerðirnar sem hér eru, sem er lykilatriði. Grindavík er mjög mikilvæg löndunarhöfn og hér eru sterk sjávarútvegsfyrirtæki. Við erum að fá mjög gott hráefni með því að kaupa fyrst og fremst af línubátum. Það er mjög mikilvægt fyrir vinnsluna, því lifrin er viðkvæmt hráefni. Hún geymist aðeins í stuttan tíma fyrir vinnslu, þó hún endist í allt að fimm ár eftir að hún er komin í dósina. Lifrin af línubátunum hefur orðið fyrir minna hnjaski en lifur úr trolli og er því að öllu jöfnu betra hráefni til niðursuðu. Það er mjög mikilvægt þegar neytandinn opnar dósina að hann sjái að lifrin er ljós og falleg," segir Ingvar m.a. í viðtalinu í Útvegsblaðinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir