6. JR siguvegari á miđstigi

  • Fréttir
  • 16. desember 2012

6. JR sigraði í spurningakeppni miðstigs eftir úrslitakeppni við 4. K. Bekkirnir leiddu saman lið sín í úrslitakeppni og var keppnin skemmtileg og fræðandi fyrir þá sem á horfðu og hlýddu. Bekkirnir voru vel að því komnir að keppa til úrslita því 4. K hafði sigrað sigurvegara síðasta árs til að komast í úrslitin. Svo fór að 6. JR reyndist ofjarl þeirra og voru því krýndir sigurvegarar í keppninni á þessu skólaári. Þeir eru vel að sigrinum komnir og stóðu sig vel.

Eins og áður hefur komið fram var spurt úr bókum skv. bókalista sem var lagður fram síðasta sumar og í haust, í skólabyrjun, byrjuðu nemendur að undirbúa sig fyrir keppnina með lestri bókanna. Það má því segja að keppnin ýti undir lestur íslenskra bóka og þjóðsagna því þær voru einnig lagðar til grundvallar. Það eru því allir þátttakendur sigurvegarar á vissan hátt.

Í liði 4. K voru þau Hafþór Rafnsson, Aníta Arnarsdóttir og Hulda Björk Ólafsdóttir. Leikari var Elísabet Ýr Ægisdóttir. Í liði sigurvegaranna í 6. JR voru þær Helga Björg Frímannsdóttir, Arna Sif Elíasdóttir og Ólöf Rún Óladóttir. Leikari var Elínborg Adda Eiríksdóttir. Áhorfendur settu svip á keppnina en þeir sem studdur 4. K voru gulklæddir og stuðningsmenn 6. JR voru klæddir í bleikt.
Sá sem vildi vita svörin við öllum spurningunum var Pálmi Hafþór Ingólfsson og þær Fanney Pétursdóttir og Guðrún Dröfn Birgisdóttir sáu um dómgæslu og stigavörslu.
Skólastjóri Grunnskólans, Halldóra K. Magnússdóttir og aðstoðarskólastjóri, Guðbjörg M. Sveinsdóttir afhentu verðlaun í lok keppninnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!