Skipulagsbreytingar í ţjónustumiđstöđinni

  • Fréttir
  • 13. desember 2012

Bragi Ingvason sem verið hefur yfirverkstjóri í þjónustumiðstöðinni undanfarin ár lætur af störfum næsta sumar en hann er kominn á eftirlaunaaldur. Í kjölfarið verða gerðar nokkrar skipulagsbreytingar í þjónustumiðstöðinni en Sigmar B. Árnason byggingafulltrúi verður með yfirumsjón með fasteigna- og veitusviði bæjarins til þess að gera verklag faglegra og bæta áætlunargerð fyrir fasteigna og veitukerfi bæjarins. Hann verður jafnhliða því áfram byggingafulltrúi bæjarins.

Starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar hefur tekið nokkrum breytingum á þessu ár. Umfangsmikil verkefni hafa bæst við. Skólaakstur á vegum bæjarins varð töluvert stærri þáttur en árið á undan og keyptur var nýr bíll til að sinna skólaakstri til Reykjavíkur. Garðyrkjustjóri hætti sl. vor en búið er að auglýsa eftir umsjón-armanni opinna svæða sem jafnframt mun stýra Vinnuskólanum næsta vor. Þá er horft fram á aukið samstarf þjónustumiðstöðvarinnar og Grindavíkurhafnar.

Að sögn Ingvars Þ. Gunnlaugssonar sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er með þessu verið að breyta áherslum þannig að þjónustumiðstöðin fái ríkari áherslu innan skipulags- og umhverfissviðs bæjarins, Þar af leiðandi er ekki verið að fjölga starfsfólki hjá Grindavíkurbæ.

„Ég vænti þess að þessar breytingar styrki þjónustumiðstöðina þannig að verklag verði betra og skýrara, bæði fyrir starfsemi þjónustumiðstöðvar og viðhaldri allra fasteigna bæjarins," sagði Ingvar við Járngerði.
Þess má geta að viðtal er við Braga um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar í Járngerði sem kom út í gær og var dreift í öll hús. Blaðið má einnig lesa hér.

Mynd: Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar: Jón B. Sigurjónsson, Bragi Ingvason, Þorlákur Karlsson og Sigurður Ólafsson sem var í afleysingum fyrir Björgvin Vilmundarson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!