Í mörg horn ađ líta

  • Fréttir
  • 11. desember 2012

Bragi Ingvason sem ýmist gengur undir titlinum bæjarverkstjóri eða umsjónarmaður með fasteignum Grindavíkurbæjar komst á eftirlaunaaldur í haust. Hann áætlar að vinna fram á næsta sumar áður en hann sest í helgan stein.

 

Bragi er lærður smiður sem starfaði lengst af sem slíkur og sem byggingastjóri í ýmsum stórum byggingaframkvæmdum. Einnig var hann á sjó um tíma. Hann tók við bæjarverkstjórastarfinu í þjónustumiðstöðinni, sem áður kallaðist áhaldahús, í febrúar 2005.

„Þessi tími hefur verið fljótur að líða enda alltaf gaman í vinnunni og dagarnir fljótir að líða. Þetta er fjölbreytt starf og hefur umfang þess aukist nokkuð síðustu árin þar sem fasteignum bæjarins hefur fjölgað talsvert og fleiri verkefni bæst við á sama tíma og starfsmönnum í áhaldahúsinu hefur fækkað," segir Bragi.
Sem dæmi tilheyrir skólaaksturinn núna þjónustumiðstöðinni og eru núna tveir bílar að sinna því.

Bærinn á mikið magn eigna

En stærsti hluti af starfi Braga snýr að eftirliti og viðhaldi fasteigna. 
„Grindavíkurbær á mikið magn af eignum. Ef við lítum nokkur ár aftur í tímann hafa bæst við eignir á borð við Hópsskóla, fjölnota íþróttahúsið og tjaldsvæðið. Nú síðast bættist við húsnæði leikskólans Króks sem bærinn keypti á síðasta ári. Við þetta má svo bæta grunnskólanum, tónlistarskólanum, slökkvistöðinni, sambýlinu, áhaldahúsinu, Kvikunni, bæjarskrifstofunum og Víðihlíð að ógleymdum þeim 22 íbúðum sem bærinn á og þarf að sinna og þar eru ófá útköllin. Ástandið á eignum bæjarins er almennt nokkuð gott. Þarna eru frekar nýlegar eignir og búið að ráðast í talsverðar viðhaldsframkvæmdir undanfarin ár eins og á íþróttahúsinu, áhaldahúsinu og slökkvistöðinni. Á næstu misserum bætist svo ný álma við grunnskólann þegar þar rís sameiginlegt bókasafn og tónlistarskóli," segir Bragi.

Viðtalið við heild sinni má lesa í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, sem kemur út á morgun.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir