Fjörugur föstudagur - Líf og fjör í Hafnargötunni

  • Fréttir
  • 28. nóvember 2012

Fjörugur föstudagur verður á Hafnargötunni föstudaginn 30. nóvember nk. Fyrirtæki og þjónustuaðilar í götunni verða með ýmis tilboð, þá verða tónleikar í Kvikunni á föstudagskvöldið og jólasveinar verða á sveimi í Hafnargötunni frá kl. 17:00.

Í hverju fyrirtæki getur fólk skráð nafn sitt á  blað og komist í happdrættispott þar sem fjöldi glæsilegra vinninga er í boði.

Fjörugur föstudagur - dagskrá:

Hárhornið: Brjálaður afsláttur af öllum tækjum. Baldur frá Label.m verður á staðnum frá kl. 16 og veitir góð ráð og gefur 20% afslátt. Kl. 17 mætir hljómsveitin Logos. Jólaglögg og piparkökur. Opið til kl. 20:00 (átta). Verið velkomin.

Blómakot: Opið kl. 15-20. 20% afsláttur af kertum, servíettum, hreindýrum og hjörtum. Kaffi og heimabakaðar smákökur.

Pizza Islandia: Kreisí vika! 16" m/2 áleggjum og plús ALLT grænmeti á aðeins 1290 kall... gildir líka í sal. 16" hvítlauksbrauð 1000 kr. Við erum með staðinn ef þú ert með afmælið. Pöntunarsími 426 9900 (tilboðið gildir í sal eða sótt).

N1: Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-18:00.

Snyrtistofan Fagra: Sothys ráðgjafi á staðnum með húðgreiningartæki frá kl. 14-19. 15% afsláttur af Sothys húðvörum. 15% afsláttur af rauðum gjafabréfum. Opið til kl. 20. Verið velkomin.

Kanturinn: Allir réttir á matseðli 999 kr. í sal.

Enika, hönnunar- og lífstílsverslun: 20% afsláttur af kertum frá Kertasmiðjunni og öllum servíettum. 10% afsláttur af kanínuskinn krögunum. Lifandi jólatónlist og léttar veitingar. Opið til kl. 20. Verið velkomin.

Rauði krossinn í Grindavík: Rauði krossinn og sjúkraflutningar Hafnargötu 13. Opið hús og móttaka milli kl. 17-20. Kynning á starfseminni.

Kvikan: Verður opin frá kl. 16:00-19:00 Frítt inn. Tónleikar kl. 21:00. Tónlistmaðurinn landskunni, Hreimur Örn Heimisson, verður með tónleika í Kvikunni föstudaginn 30. nóvember nk. þar sem hann mun m.a. kynna nýja plötu sína. „Eftir langa bið" er fyrsta sólóplata Hreims.  Þetta er einlæg og melódísk plata og allt eru þetta lög eftir Hreim sjálfan. Aðgangur 2.000 kr.

Rossini, hársnyrtivörur: 20% afsláttur af ölum Bed Head vörum. Milli kl. 15-18  bjóðum við up á frían hárþvott og þurrkun með Moroccanoil sem slegið hefur í gegn um allan heim. Einnig verður fagmaður frá Tigi á staðnum og veitir ráðgjöf. 30 fyrstu viðskiptavinirnir fá lítið glas af Moroccanoil í kaupbæti. Kaffi % léttar veitingar. - Þórdís, Margrét & Anna María.

Tölvuþjónusta Benna: 10% afsláttur af öllum vörum á Fjörugum föstudegi. Símar, blek, pappír o.fl. Afgreiðslan verður opin milli kl. 13-20 þann dag.

Sjúkranuddstofan Hafnargötu 6: Munið eftir gjafabréfunum vinsælu. Góð jólagjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um. 20% afsláttur af pinofit og bólgueyðandi kremunum. Opið frá kl. 8-17.

Slökkvilið Grindavíkur: Opið hús frá kl. 17-21 í slökkvistöðinni. Tekið á móti slökkvitækjum til yfirferðar og endurhleðslu. Ýmis eldvarnarbúnaður til sýnis og sölu. Slökkviliðsmenn leiðbeina um notkun búnaðarins. Björgunarsveitin Þorbjörn verður einnig á staðnum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma.

Sjómannastofan Vör: Súpa, brauð og salatbar 1200 kr. Djúpsteiktur fiskur, franskar og sósa 1500 kr. Hamborgari, franskar og sósa 1000 kr. Samloka m/skinku og osti, franskar og sósa 800 kr. Kjúklinganaggar, franskar og sósa 500 kr. Tilboð gilda milli kl. 17-20.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!