Vel heppnuđ rýmingaćfing í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2012

Í morgun fóru brunabjöllur í Hópsskóla í gang. Var um rýmingaæfingu að ræða sem gekk ljómandi vel. Nemendur voru flestir komnir úr skólanum eftir tæpar þrjár mínútur og skömmu síðar kom slökkviliðið á vettvang.

Nemendur fóru allir skipulega í röðum eftir  bekkjum út á sparkvöllinn á meðan slökkviliðið fór í gegnum skólann til að kanna aðstæður.
Að sögn Ásmundar Jónssonar slökkviliðsstjóra er nú unnið að skipulagi rýmingaráætlunar fyrir allar stofnanir Grindavíkurbæjar en ábendingar komu um slíkt á starfsmannadegi bæjarins fyrir skömmu.

Brunabjallan farin í gang og nemendur og starfsfólk grunnskólans var fljótt að bregðast við.

Fyrsti bekkurinn kominn út og allir í röð.


Nemendurnir í 1. bekk tóku virkan þátt í rýmingaæfingunni og stóð sig með prýði.


Nemendur og starfsfólk á leið á sparkvöllinn.


Slökkviliðið komið á staðinn.


Nemendur fylgjast með af sparkvellinum.


Slökkviliðsmenn í vettvangsferð í skólanum ásamt Sveinbirni húsverði.


Skólastjórnendur fylgdust með og ræddu framvindu mála við Ásmund slökkviliðsstjóra.


Æfingin búin og börnin á leið aftur í skólann.

Vel heppnuð æfing að baki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir