Breytingar hjá Ferđamálasamtökum Suđurnesja

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2012

Sævar Baldursson var kosinn nýr formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja á fjölmennum aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Hann tekur við af Kristjáni Pálssyni. Þá var kjörin ný stjórn en hana skipa:

Brynhildur Kristjánsdóttir í Vitanum Sandgerði, Sigurbjörn Sigurðsson í Kaffi Dus, Bjarni Geir Bjarnason frá Upplifum Reykjanes, Hartmann Kárason frá Bláa lóninu sem einnig sat áður í stjórn, og Þorsteinn Gunnarsson frá Upplifðu Grindavík. Þá tilnefna SSS einnig einn aðila í stjórn. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.

Fram kom á fundinum að Ferðamálasamtök Suðurnesja, Markaðsstofa Suðurnesja og Heklan-Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem fram kemur að Heklan yfirtekur Markaðsstofu Suðurnesja frá og með 1. janúar n.k.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál