Jólamarkađur í verslunarmiđstöđinni

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2012

Verslunin Gjafir og konfekt (áður bókabúðin) í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62 hefur opnað jólamarkað í gamla húsnæði Sparisjóðsins. Þar verður boðið upp á jólaskraut og ýmsar jóla- og gjafavörur til sölu en vörurnar eru m.a. frá Byko. Opið verður frá kl. 10-12 og 14-18 virka daga og þá verður opið á laugardögum í desember frá 12-16.

Að sögn Gunnhildar Björgvinsdóttur kaupmanns hefur jólamarkaðurinn fengið frábærar móttökur og er hún  Grindvíkingum afar þakklát fyrir hversu bæjarbúar kunna að meta þessa nýju þjónustu. Þá segist hún vera að taka upp vörur á hverjum degi í Gjafir og konfekt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir