Umsjónarmađur opinna og grćnna svćđa í Grindavík

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2012

Lokafrestur til umsóknar í dag: Grindavíkurbær óskar eftir umsjónarmanni opinna og grænna svæða í þjónustumiðstöð. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstakling sem hefur reynslu og áhuga á fjölbreyttum verkefnum í umhverfismálum. Um framtíðarstarf er að ræða í þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar. Jafnræði er eitt af gildum Grindavíkurbæjar og eru bæði kyn hvött til að sækja um starfið.

Verksvið og ábyrgð

• Viðhald grænna- og opinna svæða 
• Viðhald með götugögnum, svo sem bekkjum, borðum og tunnum
• Viðhald gatna, gangstétta, stíga og leikvalla
• Áætlunargerð og skipulagning
• Starfsmaður er yfirmaður vinnuskóla

Hæfniskröfur

• Metnaður, öguð vinnubrögð 
• Bílpróf, og vinnuvélaréttindi
• Þekking og reynsla af hellulögn og jarðvinnu skilyrði
• Sveinspróf í iðngrein eða jarðlagnatækni og a.m.k. 5 ára starfsreynsla æskileg
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskipum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember nk.

Senda skal umsókn og starfsferilskrá til Ingvar Þ. Gunnlaugssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á ingvar@grindavik.is, nánari uppl. í síma 420 1107.

Grindavíkurbær starfar samkvæmt eftirfarandi gildum

• Jafnræði 
o Við höfum jafnrétti, samkennd og samvinnu að leiðarljósi 
• Jákvæðni
o Við erum uppbyggileg í samskiptum 
• Þekking
o Við byggjum á menntun, reynslu og hugviti 
• Framsækni
o Við erum forsjál, vinnusöm og skapandi
• Traust 
o Við erum heiðarleg, vandvirk og orðheldin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir