Félagsmiđstöđvardagurinn

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 7. nóvember 2012

Miðvikudaginn 7. nóvember bjóða unglingar og starfsfólk í félagsmiðstöðvum landsins gestum og gangandi að sjá og heyra hvað fer fram í félagsmiðstöðinni þeirra.
Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi leggja sitt af mörkum til að auka sýnileika annars blómlegs starfs og unglingamenningar og mun nú annað árið í röð hvetja til þess að félagsmiðstöðvar landsins opni dyr sínar á Félagsmiðstöðvadaginn fyrir foreldrum, öðrum aðstandendum unglinganna og almenningi og kynna það starf sem fer þar fram. Unglingar og starfsfólk munu taka höndum saman og svara spurningum gesta og gangandi, sýna þá aðstöðu sem er fyrir hendi í félagsmiðstöðvunum og gefa gestum innsýn í viðfangsefni í starfinu. 

Þó að almennt þyki sjálfsagt að halda úti félagsmiðstöð í hverju bæjarfélagi þá ber oft ekki mikið á því starfi sem fer þar fram og vitneskja almennings um starfið og eðli þess er oft af skornum skammti. Afar fjölbreytt starf er að finna innan veggja félagsmiðstöðva út um allt land sem stuðlar að auknum félagsþroska hjá ungu fólki og veitir þeim stuðning og tækifæri til að sinna og vinna að hugarefnum sínum, oft eftir óformlegum leiðum. Fagþekking þess mannauðs sem vinnur í dag í félagsmiðstöðvum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og hefur þátttaka í starfi félagmiðstöðvanna aukist jafnhliða. Nýjustu rannsóknir sýna að hátt í 50% allra 14-15 ára ungmenna á Íslandi sæki félagmiðstöðina í sinni heimabyggð reglulega.
Samfés eru frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva á Íslandi og voru stofnuð 9. desember 1985 að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík. Stofnaðilar voru ellefu félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni Reykjavíkur. Í dag eru 110 félagsmiðstöðvar og ungmennahús af öllu landinu félagar í Samfés Markmið samtakanna eru þau sömu og við stofnun þeirra, þ.e. að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva með því að efna til verkefna, koma á framfæri upplýsingum um starf félagsmiðstöðva, undirstrika vægi þeirra í nútíma samfélagi og að stuðla að eflingu fagmenntunar á frístundasviði með ráðstefnum og námskeiðum innanlands og utan. Í flestum sveitarfélögum landsins er að finna félagsmiðstöð sem heldur úti félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Er meginþorri þeirra aðilar að Samfés og taka að mismiklu leyti þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem Samfés hefur upp á að bjóða.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir