Kvennó

 • Frístunda og menningarmál
 • 18. mars 2009

Kvenfélag Grindavíkur var stofnað 24. nóvember 1923 af 23 konum sem komu saman í barnaskólanum. En félagið lenti í sífelldu húsnæðisvandræðum og var fljótlega ákveðið að ráðast í það stórátak að byggja samkomuhús.

Félagsmenn tóku til óspilltra málanna við fjáröflun af ýmsu tagi. Í nokkur ár gáfu t.d. útgerðarmenn og sjómenn hálfan hlut af skipi úr róðri á sumardaginn fyrsta eða þar til samkomuhúsið var næstum greitt að fullu. Kvenfélagshúsið var síðan vígt 1. nóvember 1930 við hátíðlega athöfn. Mun það hafa verið fjölmennasta samkoma sem efnt hafði verið til í Grindavík fram að þeim tíma.

Samkomuhúsið, sem síðar hefur löngum verið kallað Kvennó, þótti eitt besta samkomuhús sunnan Reykjavíkur og varð til þess að stórefla allt menningar- og félagsstarf í bænum. Þarna voru haldnir dansleikir, námskeið, leiksýningar og fleiri skemmtanir. Þá fékk barnaskólinn afnot á sal í neðri hæð svo hægt væri að veita skólabörnum þar kennslu í leikfimi. Þarna var einnig unglingaskólinn, Lestrarfélag Grindavíkur, þarna var einnig þinghús hreppsins í marga áratugi, þarna var einnig glímt og haldin íþróttanámskeið fyrir utan skemmtanir, fundi, tónleika, veislur, erfidrykkjur o.fl.

Húsið var tekið í gegn á sínum tíma og endurbyggt að hluta. Hin síðari ár hefur Kvennó gegnt ýmsu menningarlegu hlutverki en í desember 2008 fékk það nýtt hlutverk sem miðstöð Þrumunnar, aðsetur fyrir félagsstarf ungs fólks í Grindavík.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Söfn og menningarstofnanir


Nýjustu fréttir

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

 • Íţróttafréttir
 • 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 25. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018